|
Talandi um snjó!! Í gær fór ég niðrí Tjarnarbíó því við ætluðums að hittast þar um tólf. Ég fór af stað út í hríðina og náði strætó. Þegar hann beygði af stóru götunni keyrði hann á svona FIMM kílómetra hraða á klukkustund. Það tók tuttugu mínútur að komast ofaní bæ. Og ég klofaði snjóinn, sem var enn að hlaðast upp, frá stoppistöðinni niður í bíó. Þegar e´g kom var klukkan tuttugu mínútur yfir tólf og fimm mættir. Gaman. Við settumst bara niður og biðum og höfðum það gott. Hugsuðum um alla bílana sem sátu fastir og hugsuðum um það hversu gott við ættum að eiga ekki bíl. Svo þegar einhver kom inn fengum við raunasögu um það hvernig hann festist eða þegar strætó kom ekki eða að strætóbílstjórinn sagði að hann kæmist ekki til Reykjavíkur og gamangaman. Ég elska svona veður. Ef maður þarf ekki að labba langt, þá er gaman að horfa út um gluggann og fylgjast með snjókomunni. Maður horfir kannski á ljósastaur og sér þá snjókornin feykjast til og frá. þá getur maður verið ánægður yfir að þurfa ekki að fara eitthvað. Þangað til mamma biður mann um að fara út í búð.
skrifað af Runa Vala
kl: 18:55
|
|
|